Hjónin Róshildur og Snæbjörn stofnuðu Hugdettu ehf 2008 í 101 Reykjavík þar sem þau unnu við hin ýmsu verkefni. 2019 fluttu þau norður í Kaldakinn í Þingeyjarsveit og starfa þar sem sjálfstæðir hönnuðir ásamt því að byggja upp fyrirtækið Svörtaborg sem þau hanna og starfrækja sjálf. Bæði Róshildur og Snæbjörn útskrifuðust úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006.
Hjónin hafa fengist við hin ýmsu verkefni svo sem innanhúshönnun, hönnun veitingastaða, almenningsrýma og hótela, sýnt eigin vörur á alþjóðlegum sýningum og starfað innan hins skemmtilega hóps 1+1+1. www.1plus1plus1.net
Verkefnið sem sýnt verður voru þau fengin í af Aurora velgerðarsjóðnum sem leiddi saman hönnuði og handverksfólk í Sierra Leone í Afríku. Verkefnið gengur út á að hanna nýstárlega vöru úr efniviði sem fenginn er úr náttúru Sierra Leone og endurvekja iðnað úr þeim efnum. Allur iðnaður og viðurværi fólks brast þegar mikil og löng borgarastyrjöld geisaði í landinu árum saman og Ebólu faraldurinn fylgdi í kjölfarið. Með því að endurvekja handverk og finna markað á alþjóðavísu fær fjöldi heimamanna atvinnu á ný ásamt kennslu og búnað til að byggja upp nýjan iðnað og nýtt líf. Aurora velgerðar sjóðurinn hefur ekki einungis leitt hönnuðina og handverksfólkið þar í landi saman heldur einnig kostað kennslu sérfræðinga til að aðstoða við að stækka og efla þennan iðnað.
Hugdetta um standa fyrir fyrirlestri um Sweet Salone ásamt því að sýning verður sett upp með vörum þeirra.