

Skráðu þig á tenglinum hér fyrir ofan og þá færðu frekari upplýsingar um viðburðinn.
Sign up using the link above and you will receive more information about the event.
HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar, haldin á Húsavík 26.-27. september.
Áhersla ársins er matur og margvíslegar birtingarmyndir hans í hönnun og nýsköpun.
Á dagskránni verða erindi, uppákomur, matur, nýsköpun, matartækninýjunar og margt fleira.
Dagskráin og þátttakendur verða kynntir nánar síðar.
Taktu frá dagana, það verður skemmtilegt og fræðandi.
Við lofum því.
---
Design Thing is a festival of design and innovation. The festival is held in Húsavík, Iceland, 26th-27th of September. This year's focus is on the various intersections of design and food. There will be exhibitions, lectures, concerts, workshops, and various other events.
Join us for eventful and creative Autumn-days in the beautiful town of Húsavík.
Staðfest atriði
á Hönnnunarþinginu 2025 eru:
Confirmed at the event are:

Omnom
Omnom er eina súkkulaðigerðin á Íslandi sem sérhæfir sig í ,,baun í bita” súkkulaði og einungis hágæða kakóbaunir eru notaðar. Omnom leggur ofuráherslu á hönnun í öllu sem þau gera. Listaháskóli Íslands og Omnom munu vinna saman að nýjum hugmyndum á HönnunarÞingi.
Omnom is Iceland’s only chocolate maker specializing in “bean-to-bar” chocolate — using only high-quality cocoa beans. Design is paramount in all that Omnom does. For DesignThing the Iceland University of the Arts will collaborate with Omnom to explore new ideas.

Jody Eddy
Jody Eddy er reyndur matreiðslumeistari, rithöfundur og ráðgjafi. Hún hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og skrifað greinar í virt matartímarit. Hún hefur unnið á nokkrum af virtustu veitingastöðum heims og hlotið ýmis viðurkenningar fyrir ritstörf sín.
Jody Eddy is an experienced chef, writer, and consultant within the world of food culture. She has published numerous cookbooks and written articles for prestigious culinary publications. She has worked in some of the world’s most renowned restaurants and received various accolades for her writing.

Grugg og Makk
Bruggfyrirtækið Grugg&Makk fangar bragð af stað og stund úr íslenskri náttúru og skapar þannig jafnvægi á milli matreiðslu og hönnunar. Stofnendur eru Kjartan Óli Guðmundsson, matreislumaður og vöruhönnuður, og Sveinn Steinar Benediktsson, hönnuður. Með framleiðslunni reyna félagarnir að fanga hugmyndina um “hvernig bragðast staðir?”
The brewing company Grugg&Makk blends design and culinary craft with inspiration drawn from Icelandic nature, to capture the essence of a specific place. Grugg&Makk was founded by Kjartan Óli Guðmundsson, a chef and product designer, and Sveinn Steinar Benediktsson, a designer. Together, they experiment with methods to answer: "What does a place taste like?"

Mugison í Sjóböðunum
Mugison in GeoSea
Þetta verður eitthvað.
Ekki bara tónleikar, heldur mjög sjónrænir tónleikar með einum af okkar allra bestu!
Þinginu verður slúttað með ljúfum tónum og stappi.
This is going to be something.
Not just a concert, but a very visual concert with one of our very best!
The event will wrap up with sweet tones and splashing rhythm.

Matartattoo
Food Tattoo
Jóhanna Margrét, grafískur hönnuður og tattoo listakona staðsett i Barcelona, ferðast reglulega um landið og Evrópu og skreytir fólk með list sinni. Jóhanna Verður á svæðinu með matarflúr i boði hússins a laugardeginum - fyrstur kemur, fyrstur fær.
Jóhanna Margrét is a graphic designer and tattoo artist based in Barcelona. She regularly travels around Iceland and Europe, decorating people with her art. Jóhanna will be at Stéttin on Saturday offering food-themed tattoos on the house – come and get one.

Erindrekar
Erindrekar er íslenskt hönnunartríó sem sameinar vistvæna hönnun, sjálfbær vinnubrögð og leikgleði og skoðar nýstárlegar leiðir til að nýta auðlindir. Að hópnum standa vöruhönnuðirnir og æðarbændurnir Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir, ásamt fatahönnuðinum Sigmundi Páli Freysteinssyni. Erindrekar munu kynna verkefni sín og bjóða gestum með sér í ferðalag um sköpun.
Erindrekar is an Icelandic design trio that combines eco-friendly design, sustainable practices, and playfulness. The group consists of product designers and eiderdown farmers Íris Indriðadóttir and Signý Jónsdóttir, along with fashion designer Sigmundur Páll Freysteinsson. Erindrekar will present their projects and invite guests on a journey into creativity.

Matarbíó
Food Cinema
Matar- og nýsköpunartengd bíómynd verður sýnd á stórum skjá á HönnunarÞingi. Nóg af poppi í boði fyrir alla! Hvernig ætlar þú að krydda poppið þitt?
A food- and innovation related film will be shown at DesignThing. Plenty of popcorn for everyone! How will you spice up your popcorn?

Logi Einarsson
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Íslands. Hann var formaður Samfylkingarinnar frá 2016 til 2022 og hefur setið á Alþingi fyrir Samfylkinguna síðan 2016 í Norðausturkjördæmi. Hann er fyrrum arkitekt, dansari og textahöfundur.
Minister of Culture, Innovation and Universities.
Member of Parliament for the Social Democratic Alliance since 2016 in the Northeast constituency. He is a former architect, dancer, and lyricist.

Eldblóm
Flowers of Fire
Eldblóm er hugarverk listamannsins og danshöfundarins Sigríðar Soffíu Níelsdóttur. Hún teygir anga sína víða, allt frá dansi yfir í vöruhönnun, mat, flugeldasýningar, ljóðlist og fleira. Viðburðurinn verður eftirminnilegur sambræðingur vínsmökkunar, leikhúss, vöruhönnunar og danslistar.
Eldblóm, Flowers of Fire, is the idea of the artist and choreographer Sigríður Soffía Níelsdóttir.
The event will be a memorable fusion of wine tasting, theatre, product design, and dance.

Veitingastaðir á Húsavík
Restaurants in Húsavík
Veitingastaðir Húsavíkur taka fullan þátt í HönnunarÞingi og bjóða upp á nýja og spennandi rétti í tilefni hátíðarinnar. Hvað má bjóða þér að smakka?
Restaurants in Húsavík will participate in DesignThing and offer new and exciting dishes to celebrate the event. What do you want to taste?

Listaháskóli Íslands
Iceland Academy of the Arts
Nemendur og kennarar á fyrsta, öðru og þriðja ári vöruhönnunardeildar LHÍ verða með opna vinnustofu á HönnunarÞinginu. Við Listaháskóla Íslands takast nemendur í vöruhönnun á við samfélagslegar og umhverfislegar áskoranir með skapandi lausnum og efla þátttöku hönnuða í samfélaginu.
First-, second and third-year product design students and teachers from the Iceland University of the Arts will host an open workshop during DesignThing. The students at IUA emphasize how design can respond to challenges in innovative and responsible ways and explore how designers can strengthen their connection to society and influence the future.

Eirný Ósk Sigurðardóttir
Eirný Ósk Sigurðardóttir, ostadrottning Íslands, er ostasérfræðingur með yfir 30 ára reynslu. Hún hefur starfað sem ostadómari hérlendis og erlendis, rak ostabúðina Búrið og ostaskóla og svo mætti lengi telja. Eirný mun bjóða gestum upp á litríka og spennandi bragðheima sem framreiddir verða á skapandi hátt.
Eirný Ósk Sigurðardóttir, Iceland’s “Cheese Queen,” is a renowned cheese expert with over 30 years of experience. At DesignThing, Eirný will present and do a tasting that invites guests into a vibrant and flavorful world of cheese, presented in a creative and engaging way.

Eimur - Sniglarækt
Eimur - Snail Farming
Nýsköpunarverkefnið „Sniglarækt, sjálfbær nýting glatvarma“ fjallar um sniglarækt sem nýja hliðarbúgrein fyrir íslenska bændur. Glatvarmi frá jarðhitaveitum er nýttur og verkefnið miðar að aukinni verðmætasköpun í landbúnaði með sjálfbærum, hágæða afurðum.
The innovation project “Snail Farming: Sustainable Utilization of Wasted Heat” explores snail farming as a new supplementary agricultural activity for Icelandic farmers. It utilizes wasted heat from geothermal power plants and aims to increase value creation in agriculture through sustainable, high-quality products.

Björn Steinar Blumenstein
Björn Steinar er vöruhönnuður sem kannar nýjar leiðir til að takast á við hinn hnattvædda heim. Verkefni hans veita skarpa sýn á þær margslungnu framleiðsluleiðir sem eru grundvöllur hversdagslegs lífsstíls okkar – eins og ein stór hönnunarrannsókn.
Björn Steinar is a product designer who explores new ways of addressing the challenges of a globalized world. His projects offer a sharp perspective on the complex production processes that underpin our everyday lifestyle – like one large design investigation.

Til &Frá
Hönnunarteymið Til & Frá verður með kjörbúð opna þar sem kynntar og seldar verða nýjar og spennandi afurðir úr íslenskum geitum og sauðfé.
The design team Til & Frá will host a pop-up shop where new and exciting products made from Icelandic goats and sheep will be introduced and sold.

Branding Bríet
Branding Bríet - Soffía Kristín Jónsdóttir, umboðsmaður hjá Icelandsync, kemur og talar um störf sín, hönnunarvernd og að skapa vörumerki.
Branding Bríet - Soffía Kristín Jónsdóttir, an agent at Icelandsync, will present her work and talk about creating a brand.

Hugdetta
Hugdetta er hönnunarfyrirtæki sem hefur aðsetur á Norðurlandi. Fyrirtækið var stofnað af hjónunum og vöruhönnuðunum Róshildi Jónsdóttur og Snæbirni Þór Stefánssyni. Hugdetta sækir innblástur í íslenska menningu, náttúru og daglegt líf og brúar bilið milli hefðbundinnar íslenskrar hönnunar og nútímalegrar nálgunar.
Hugdetta is a design studio based in North Iceland. The company was founded by the product designer husband-and-wife team Róshildur Jónsdóttir and Snæbjörn Þór Stefánsson. Hugdetta has been inspired Icelandic culture, nature, and daily life from the start and bridges traditional Icelandic design with a modern, playful twist.

Urban Beat
Urban Beat er hönnunarstofa sem sérhæfir sig í útieldhúsum. Teymið er mjög framarlega í tæknimálum og notast m.a. við sýndarveruleika. Vinsældir útieldhúsa haf aukist á Íslandi undanfarin ár og áhugavert verður að fræðast um hvað þarf að hafa í huga við hönnun þeirra.
Urban Beat is a design studio specializing in outdoor kitchens. The team is highly advanced in terms of technology and makes use of virtual reality. Outdoor kitchens have become more popular in Iceland in recent years, and it will be interesting to learn about the outdoor kitchen design process.

Búi Bjarmar
Búi Bjarmar er vöruhönnuður sem vinnur að samfélagsmiðuðum verkefnum að mestu. Hann stofnaði fyrirtækið CrowBbar Protein og þróaði m.a. orkustykki úr skordýrum. Það verður áhugavert að heyra um sköpunarferli verkefna Búa - hvað hefur virkað og hvað ekki!
Búi Bjarmar is a product designer who primarily works on community-focused projects. He founded the company CrowBbar Protein and, among other things, developed energy bars made from insects. It will be interesting to hear about Búi's creative process – what has worked and what hasn't!

Flytevi
Kynnumst Flytevi, fyrsta samfélagsgróðurhúsi Svíþjóðar á hafi, þar sem matur er ræktaður neðan sjávarborðs á nýstárlegan hátt. Verkefnið er leitt af Haf- og samfélagsmiðstöð Háskólans í Gautaborg. Við fáum innsýn í hönnunarferlið, sjálfbærni og nýsköpun í matvælaframleiðslu.
Explore Flytevi, Sweden’s first urban blue community garden, which revolves around innovative ways to grow sustainable food below the surface. The project is led by the University of Gothenburg’s Centre for Sea and Society. We will learn about the design process, sustainability, and food innovation.

Húsavík Öl
Húsavík Öl er sjálfstæð bjórframleiðsla og brugghús í gömlu mjólkurstöðinni á Húsavík. Þorsteinn Snævar Benediktsson, eigandi, er einn fremsti bruggari landsins og hefur sópað að sér verðlaunum á ýmsum bjórhátíðum. Nýsköpun er meginstef fyrirtækisins og áhersla er lögð á að skapa nýjar og framandi bragðupplifanir.
Húsavík Öl is an independent craft brewery located in a former dairy station in Húsavík. Þorsteinn Snævar Benediktsson, owner, is one of Iceland’s leading brewers and has collected numerous awards. Húsavík Öl is constantly experimenting with new ingredients, techniques, and flavor profiles — blending the unexpected with the familiar.
.avif)
Stefán Pétur
Stefán Pétur Sólveigarson er verkefnastjóri Hraðsins, Nýsköpunarmiðstöðvar Húsavíkur, og Fab Lab Húsavíkur. Stefán sér um daglegan rekstur, tekur á móti fólki og veitir ráðgjöf í hönnun og nýsköpun. Stefán útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2005 og hefur unnið sem hönnuður síðan. Hann er einnig mikill ástríðukokkur.
Stefán Pétur Sólveigarson is the project manager of Hraðið – the Húsavík Innovation Center – and Fab Lab Húsavík. Stefán oversees daily operations, welcomes people and provides guidance and consulting. He graduated from product design in 2005 and has since worked extensively in the field, but loves cooking as well.

1+1+1
1+1+1 er tilraunasamstarf hönnuða frá 3 norðurlöndum. Hugdetta frá Íslandi, Petra Lilja frá Svíþjóð og Alto+Alto frá Finnlandi. Verkefnið skoðar og endurhugsar hluti með því að láta hvert hönnunarstúdíó hanna hlut sem samanstendur af þremur ólíkum pörtum, sem síðan eru settir saman á óvæntan og óútreiknanlegan hátt.
1+1+1 is an experimental collaboration between designers from three Nordic countries – Hugdetta from Iceland, Petra Lilja from Sweden and Aalto+Aalto from Finland. The project examines and reimagines objects by having each studio design an object consisting of three distinct parts and then mixing the parts up into unpredictable combinations.

Kolmunni
Fish without place
Janek Beau og Max Greiner, tveir meistaranemar frá Listaháskóla Íslands, kynna rannsókn á Kolmunna—sem unninn er í fiskimjöl í stað þess að vera neytt. Með þessu verkefni er þar með kannað hvernig endurhugsa má matarmenningu og nýtingu afurða.
Janek Beau and Max Greiner, two master students from IUA, present an examination of Iceland’s fishing industry, where Blue Whiting—abundant in local waters—is processed into fishmeal rather than consumed. Through a site-specific intervention in Vopnafjörður, this project reintroduces the fish as street food, questioning industrial hierarchies and exploring how to reshape food culture.

Grásleppan
The Lumpfish
Grásleppan hefur helgað sig því að vekja athygli á óteljandi vannnýttum möguleikum, hvort heldur sem er með nýtingu hráefnis eða varðveislu menningarsögulegra verðmæta. Hún ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og það verður spennandi að fylgjast með sundi hennar fram á veginn.
The lumpfish has dedicated itself to drawing attention to the countless underutilized opportunities, whether in the use of raw materials or the preservation of cultural and historical values. It has big plans for the future, and it will be exciting to follow its journey ahead.
Svona var Hátíðin á síðasta ári.
Þemað var Hönnun og Tónlist
Last years theme 2024 was
Design and Music
HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar, haldin á Húsavík. Áherslan ársins er tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar.
Á dagskránni verða meðal annars erindi frá prófessor við Listaháskóla Íslands, bátahönnuður, hugarheimur Skálmaldar, ný hljóðtækni, stjórnarmanneskja frá Bang & Olfusen og tónlistaruppákomur.
Taktu frá dagana, það verður skemmtilegt og fræðandi.
Við lofum því.
---
Design Thing is a festival of design and innovation. The festival is held in Húsavík, Iceland, at the beginning of October. This year's focus is on music and the various intersections of design and music. There will be exhibitions, lectures, concerts, workshops, and various other events from October 4-5, 2024. The program will include, among others, a board member from Bang & Olufsen, a professor from the Iceland University of the Arts, rockers from Skálmöld metal band, and nationally renowned musicians.
Join us for eventful and creative Autumn-days in the beautiful town of Húsavík.

Keynote: Bang og Olufsen - TUULA RYTILÄ
Tuula Rytilä, stjórnarkona í Bang & Olufsen, mun taka þátt og ræða hönnunarreglur B&O. Frá 1925 hefur Bang & Olufsen búið til hljóð- og heimaafþreyingarvörur samkvæmt ströngustu stöðlum um hljóð, handverk og hönnun. Hún mun fjalla um nálgun B&O á tímalausri tækni og hvernig hljóð og hönnun koma saman í Bang & Olufsen vörunum.
---
Tuula Rytilä, a member of Bang & Olufsen board, will join us to discuss the design principles of B&O. Since 1925, Bang & Olufsen has created iconic audio and home entertainment products to the highest standards of sound, craft, and design. She will talk about B&O approach to luxury timeless technology and how sound and design come together in Bang & Olufsen products.

Una Torfadóttir í GeoSea
Hátíðinni lýkur með gæðastund í Sjóböðunum með tónlistarkonunni Unu Torfa. Pöntun í böðin veitir aðgang að tónleikum. Fjöldi miða er takmarkaður, best er að tryggja sér miða.
Árskortshafar þurfa jafnframt að panta miða og greiða 1500 kr fyrir þessa einstöku upplifun.
---
The festival ends with a quality time in the GeoSea with Una Torfa. Booking a ticket in the the baths grants access to concert. The number of tickets is limited, it is best to secure a ticket beforehand. Season ticket holders must also order a ticket and pay ISK 1500 for this unique experience

CCP/Bergur Finnbogason , creative director CCP
(tölvuleikjahönnun/Video game design)
EVE Online er vísindaskáldsögu fjölspilunarleikur sem gerist 21.000 árum í framtíðinni. Til að passa að innlifunin sé sem best, skiptir megin máli hvað þú sérð og heyrir. Í þessum fyrirlestri munum við kafa ofaní það að skapa hljóðheim fyrir framtíðarheim, hvernig hljóð og hönnun spila saman til að búa til sem besta upplifun fyrir spilarann.
---
EVE Online is a scifi massivly multiplayer online game set 21.000 years in the future. To ensure full emersion the audio-visual experience plays a key role. In this talk we will deepdive into the ins and outs on creating soundscape for a future world, how design and audio work togeather to create the best player experience.

Halla Helgadóttir - Framkvæmdarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs - Managing director of Iceland Design and Achitecture
Halla fjallar um hönnun sem leiðandi afl í nýsköpun. Hún hefur í starfi sínu stofnað til og tekið þátt í fjölmörgum stefnumótandi og nýskapandi verkefnum á Íslandi og erlendis og um leið öðlast þekkingu og reynslu af því að vinna þvert á starfgreinar hönnunar og arkitektúrs, með fyrirtækjum og stjórnvöldum og á sviði skapandi greina. Halla er grafískur hönnuður að mennt.
---
Halla´s talk focuses on design as a driving force in innovation. She has initiated and participated in numerous strategic and innovative projects in Iceland and abroad, gaining knowledge and experience in working across the fields of design and architecture, with companies, governments.

Texta-, hljóð- og söguheimur Skálmaldar
- Lyrics and sound universe
Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, fjallar um sagnaheim Skálmaldar, tilurð hans, verkin sjálf og hvernig fleira en sjálf hljómsveitin, tónlistin og textarnir hafa tekið þátt í að móta þetta allt saman. Fyrirlesturinn verður með afslöppuðu sniði og gott rými fyrir spjall og spurningar.
---
Snæbjörn Ragnarsson, bassist and lyricist, discusses the narrative world of Skálmald, its origins, the works themselves, and how more than just the band, the music, and the lyrics have contributed to shaping it all together. The lecture will be laid-back, with ample opportunity for conversation and questions.

DJ Flugvél og geimskip
DJ flugvél og geimskip er tónlistar- og ævintýraverkefni Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur þar sem hún blandar saman hressandi danstónlist, sögum um geiminn, ljósadýrð, leikhúsi og rugli. Á tónleikum förum við saman í ferðalag um óravíddir hugans, eins langt og okkur lystir... Litir, grípandi laglínur og leikgleði ráða ríkjum!
---
DJ Flugvél og Geimskip is a musical and adventure project by Steinunn Eldflaug Harðardóttir, blending energetic dance music, stories about space, light shows, theater, and fun. At concerts, we embark on a journey through the vastness of the mind, as far as we desire... Colors, catchy melodies, and playfulness reign supreme!

Goddur - Myndmál í þungarokki/Imagery in heavy metal.
Guðmundur Oddur Magnússon prófessor í grafískri hönnun og listamaður mun flytja erindi um myndmál í þungarokki. Árið 1991 flutti Guðmundur Oddur aftur norður til Akureyrar eftir nám í grafískri hönnun við Emili Carr University of art and design í Vancouver, B.C. Canada. Hann vann að stofnun Listamiðstöðvar í Grófargili. Hann kom á námi í grafískri hönnun við Myndlistarskólann á Akureyri 1993 og varð deildarstjóri í grafískri hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1995 til loka skólans 1999.
---
Guðmundur Oddur Magnússon, professor of graphic design and artist, will give a lecture on visual imagery in heavy metal. In 1991, Guðmundur Oddur moved back north to Akureyri after studying graphic design at Emily Carr University of Art and Design in Vancouver, B.C., Canada.

Páll Einarsson Listrænn stjórnandi hjá Rafnar Bátahönnun
- creative director Rafnar boat design
Yfirhönnuður hjá Rafnar bátasmíði mun fjalla um bátahönnun og fleira. Rafnar bátar eru smíðaðir á ÖK Hull, byltingarkenndri skrokk-og kíltækni sem getur dregið allt að 95% úr höggáhrifum, sem tryggir einstakan, kraftmikinn stöðugleika og sjóvörslu fyrir skip, í erfiðustu sjávarumhverfi.
---
Chief Designer at Rafnar boat building will talk about boat design and more. Rafnar boats are built on the ÖK Hull, a revolutionary hull-and-keel technology that is capable of up to 95% reduced slamming impact, ensuring exceptional dynamic stability and seakeeping performance for vessels, in the most extreme marine environments.

Halldór Eldjárn - Tónar og tal um hönnun og tónlistarsköpun
Halldór Eldjárn er tónlistarmaður og forritari. Tónlist hans er innblásin af samruna tækni og náttúru. Hljóðgervlar, rytmar og óvenjuleg hljóð blandast saman í tónlist hans og skapa ríkulega áferð sem ber vott um það hvernig framtíðin gæti hljómað.
---
Talk about design and music creation. Halldór Eldjárn is a musician and programmer. His music is inspired by the fusion of technology and nature. Synthesizers, rhythms and unusual sounds blend together in his music, creating a rich texture that hints at what the future might sound like.

DJ Flugvél og geimskip - Hljóðsköpunarverkstæði
- Sound Creation Children's Workshop
Tónlistarsköpunarverkstæði fyrir krakka á aldrinum 8 til 12 ára.
Takmarkað pláss, skráning auglýst síðar en takið tímann frá.
---
Music creation workshop for kids aged 8 to 12.
Limited space, registration will be announced later, but save the date.

Tónlist ruggar bátnum - Kira Kira, Sammi Jagúar, Ingi Garðar og fl
"Innsigling - The Night at the lighthouse P2." Kira Kira og vinir syngja og þeyta lúðra með syntha í seglum.
---
The Night at the lighthouse P2.
Kira Kira and friends sing and blow trumpets with synths in sails.

Genki Instruments
Nýsköpunarfyrirtækið Genki sviptir hulunni af nýrri vöru sem er innblásin af íslenskri náttúru. Ólafur frá Genki talar um þróunarferlið og veitir hljóðdæmi. Varan verður til sýnis á hátíðinni.
---
The innovation company Genki unveils a new product inspired by Icelandic nature. Ólafur from Genki talks about the development process and provides sound samples. The product will be on display at the festival.

Secret Silent Disco
Þið fáið leyniorðið síðar.
---
Details and secret password to be announced later.
Not so secret anymore...

ONANOFF - Buddyphones
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið ONANOFF talar um hönnun á heyrnartólum, bæði þau sem eru nú í sölu og nýja hönnun sem kemur á markað á næstu misserum. Fyrirtækið starfar á alþjóðlegum markaði.
---
The innovation company ONANOFF will discuss the design of headphones, both those currently on sale and new designs coming to market in the next few months.

Að berjast við drekann - Fighting the dragon
Snæbjörn, Steinunn, Flexi og Goddur ræða um hönnun og tónlist í víðu samhengi.
Bergur Finnbogason (listrænn stjórnandi CCP) verður pallborðsstjóri.
---
Snæbjörn, Steinunn, Flexi and Goddur will discuss design and music in a broad context. Bergur Finnbogason (artistic director at CCP) will be the panel moderator.

Hönnunar og tónlistar BarSvar - Design and music Pub Quiz
Vertu með okkur í hönnunar- og tónlistar BarSvari í nýsköpunarklasanum, Stéttinni. Húsavík Öl mun ver með nokkra af sínum einstöku bjórum á krana og Arnór, BarSvar galdrakarl, mun stýra spurningunum.
---
Join us for a design and music Pub Quiz in the innovation cluster, Stéttin.
Húsavík Öl vill have a few of there signature beers on tab and Arnór, Húsavik Pub Quiz wizard, will perform the questions.

Stefán Pétur Sólveigarson - Vöruhönnuður, Verkefnastjóri Hraðsins og viðburðarstjóri Hönnunarþings - Product designer, project manager of Hraðið and Design Thing event manager.
Stefán hefur það hlutverk að stjórnast í og skipuleggja þennan viðburð. Hans aðkoma er mest bakvið tjöldin.
---
Stefán has the role of managing and organizing this event. His involvement is mostly behind the scenes.

Panta í Hljóðsköpunarverkstæði DJ flugvélar og Geimskips
Tónlistarsköpunarverkstæði fyrir krakka á aldrinum 8 til 12 ára. Taka
ATH. það er orðið fullt á námskeiðið en hægt er að skrá til að fara á biðlista.
Styrktar- og samstarfsaðilar Hönnunarþings 2024
Við gætum þetta ekki án ykkar!

Lóa
Nýhsköpunarsjóður

SSNE
Landshlutasamtök

Hönnunarsjóður
Styrkur

Geosea
Sjóböðin

Fosshótel
Húsavík

Uppbyggingarsjóður
Styrkur