Rúna Thors er lektor og fagstjóri námsbrautar í vöruhönnun. Hún er menntaður vöruhönnuður frá Design Academy Eindhoven, með MA gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur kennt við námsbraut í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands frá árinu 2011 og gegndi starfi verkefnastjóra hönnunar- og arkitektúrdeildar á árunum 2015-17.
Rúna nálgast viðfangsefni sín í gegnum tilraunir. Í vinnu sinni leggur hún áherslu á opið og skapandi ferli og treystir aðferðarfræðinni til að leiða sig á óvæntar slóðir. Hún hefur unnið að fjölbreyttum hönnunarverkefnum og sýningarstjórn, sjálfstætt og sem hluti af hönnunarteymunum Attikatta, Whitehorse og TOS.
Rúna ætlar að tala um vöruhönnunardeildina í Listaháskóla íslands. Sýna okkur nemandaverk, bæði gömul og þau sem verða unnin á húsavík í vetur.