Hraðið – miðstöð nýsköpunar er líflegur heimavöllur frumkvöðla, stofnana og fyrirtækja sem vinna að nýsköpun með einum eða öðrum hætti.
Húsavík Innovation Centre is the NE-Iceland home ground of entrepreneurs, innovators, institutions, and businesses in the creative- or innovation sector.
Viltu vera með okkur?
Vantar þig vinnurými?
DagsGestur
Verð 5.000 kr.
Aðstaða í einn dag.
Ertu á ferðinni og vantar aðstöðu til að sinna vinnunni á Húsavík í stuttan tíma? Í Hraðinu er hægt að kaupa aðgang að vinnuborði, næðisrými og kaffiaðstöðu í einn dag í senn. Finndu þér bara borð við hæfi og kveiktu á tölvunni, þá ertu kominn í samband við allt sem þarf! Innifalið er aðgengi að FabLab Húsavík eftir auglýstri dagskrá, þráðlaust net, prentari og alls konar skemmtilegt.
Join our community for one day. Included is a desk in an open space area, office-booths, FabLab, lounge and a cozy coffee area. We would love to have you with us!
Price 5.000 ISK
VikuGestur
Verð 12.000 kr.
Aðstaða til skemmri tíma, í allt að viku í senn.
Hraðið býður upp á vikuáskrift að vinnuaðstöðu í opnu rými með aðgengi að fundaherbergjum, næðisrýmum og kaffiaðstöðu. Innifalið er aðstaða allan sólarhringinn, aðgengi að FabLab Húsavík eftir auglýstri dagskrá, þráðlaust net og prentari. Einnig býðst þér eins mikið kaffi og þig lystir og skemmtilegur félagsskapur!
Short term access for remote workers and freelancers. This one week subscription to a workspace gives you access to all the benefits that our community offers, including meeting rooms, office-booths, FabLab, lounge, and not to forget all the coffe that you can drink.
Price 12.000 ISK
FastaGestur
Verð 30.000 kr. á mánuði
Viltu leigja vinnuaðstöðu í einn mánuð í senn? Fastagestir hafa aðgengi að lausum borðum í Hraðinu alla daga ársins, allan sólarhringinn. Innifalið er aðgengi að næðisrýmum, fundaherbergjum, kaffistofu, setustofu, þráðlausu neti og prentara. Einnig þátttaka í suðupotti nýsköpunar á Húsavík og aðgengi að fullkominni stafrænni smiðju eftir auglýstri dagskrá. Hægt er að sníða áskriftina að þörfum fyrirtækja sem þurfa aðgengi fyrir fleiri en einn starfsmann.
This 30 day subscription to a flex workspace includes access to all the benefits of our community. Includes meeting rooms, office-booths, FabLab, lounge and coffee room. Suitable for those that need flexible facilities for meetings, teamwork or deskwork.
Price 30.000 ISK pr. month
Heimagangur
Verð 50.000 kr. á mánuði
Heimagangur hentar þeim sem vilja hafa fasta aðstöðu í opnu rými og eigið skrifborð. Innifalið er aðgengi að næðisrýmum, fundaherbergjum, frumkvöðlarými, kaffistofu, setustofu, þráðlausu neti og prentara allan sólarhringinn allan ársins hring. Einnig fylgir aðgengi að FabLab Húsavík eftir auglýstri dagskrá og þátttaka í spennandi samfélagi nýsköpunar á Húsvík.
Private desk 24/7 with admission to all our facilities. Included is access to office booths, meeting rooms, entrepreneurs’ room, FabLab, lounge and the coffee room all year round. Suits entrepreneurs, individuals, companies, and all those who need their own desk and permanent facilities for meetings, team-work and creative work.
Price 50.000 ISK pr. month
Bírókrati
Fullbúin lokuð skrifstofa með aðgengi fundaherbergjum, frumkvöðlarými, stafrænni smiðju, setustofu og kaffistofu. Hentar fyrir alla þá sem þurfa eigið rými og mikið næði til daglegrar vinnu. Workspace in a private office for 2-3 people. Suits those that need privacy and includes access to all the benefits that our community offers. Includes meeting rooms, office-booths, entrepreneurs’ room, FabLab and lounge
Fundaraðstaða
Fundaaðstaðan á Stéttinni er mjög fjölbreytt.
Allt frá litlum fjarfundarýmum yfir í sérhæfð teymisvinnu- og fundarými.
The meeting facilities at Stéttin are very diverse.
From small office booths to special team work rooms and larger meeting spaces.
Símaklefinn
Fyrir 1
Uppáhalds næðisrýmið okkar er breski símaklefinn sem við fengum frá smábænum Halkirk í Norður-Skotlandi. Þar stóð hann í áratugi en gegnir nú nýju hlutverki á Stéttinni þar sem hann er sérstaklega útbúinn fyrir fjarfundi og símtöl. Gamli myntsíminn sem var í honum lenti víst í fjórðu iðnbyltingunni og var skipt út fyrir þráðlaust net og rafmagnshleðslu!
Our favourite office booth is the British phone box we got from the small town of Halkirk in Northern Scotland. It was there for decades but has now got a new role where it is specially equipped for online meetings and calls. The old payphone that was in it got hit by the fourth industrial revolution and was replaced by wireless net and electricity chargers!
Studio
Fyrir 4 til 8 manns
Stúdíóið okkar er vel tækjum búið með stóru sjónvarpi, tússtöflu og þremur bakgrunnum fyrir ljósmynda- eða myndbandstöku. Þar er einnig fundarborð fyrir 4-6, þægilegir stólar, fjarfundabúnaður og hljóðnemar sem henta vel fyrir hlaðvarpsgerð.
Our studio is well equipped with a large TV, a whiteboard and three backdrops for photography or videography. There are also two podcast microphones, comfortable chairs, and a conference table for 4-6 people.
Verð fyrir þá sem ekki eru að leigja í Hraðinu:
1/2 dagur - 20.000.-
Heill dagur - 30.000.-
Frystiklefinn
Fyrir 8 til 26
Frumkvöðlarýmið Frystiklefinn ber nafn með rentu, enda hýsti hann áður frosna lambaskrokka hjá Sláturhúsi KÞ. Nú er hitastigið þar heldur hærra þar sem hann er orðinn að suðupotti hugmynda meðal frumkvöðla sem nýta sér klefann sem vinnustofu og kynningarrými. Frystiklefinn er fullbúinn nýjustu tækni til fjarfunda og kynninga. Hann hentar vel sem fundaherbergi fyrir allt að 14 manns í sætum við borð og allt að 26 manns í sætum án borða.
Our entrepreneurs’ space is fully equipped with the latest technology for meetings and presentations and is suitable for up to 14 people seated at a table and up to 26 people seated without a table.
Verð fyrir þá sem ekki eru að leigja í Hraðinu:
1/2 dagur - 25.000.-
Heill dagur - 40.000.-
Saltvík
Fyrir 8 til 14 manns
Saltvík er kaffiaðstaða starfsfólksins á Stéttinni. Hingað eru allir velkomnir að drekka með okkur kaffi og snæða hádegisverð.
Saltvík hentar auk þess sem fundaaðstaða fyrir allt að 14 manns. Nafnið Saltvík var eitt sinn heiti fiskverkunarhússins að Hafnarstétt 3, sem er í dag hluti Stéttarinnar.
Saltvík is the staff's coffee facility at Stéttin. Everyone is welcome here to drink coffee and have lunch with us. Saltvík is also suitable as a meeting facility for up to 14 people.
Verð fyrir þá sem ekki eru að leigja í Hraðinu:1/2 dagur - 20.000.-Heill dagur - 30.000.-
Sviðið
Fyrir 6 til 10 manns
Sviðið er fullbúin fundaraðstaða fyrir 6-10 manns. Þar er fjarfundabúnaður, sjónvarp, hátalarar og notaleg aðstaða.
Sviðið is a fully equipped meeting room for 6-10 people. It includes teleconferencing equipment, TV and a conference table.
Verð fyrir þá sem ekki eru að leigja í Hraðinu:1/2 dagur - 20.000.-Heill dagur - 30.000.-
Planið
Fyrir 1 til 200 manns
Glerbygging Stéttarinnar er í daglegu tali kölluð Planið. Rýmið samanstendur af anddyri, eldhúsi, kaffiaðstöðu, fundarherbergi og breska símaklefanum okkar. Þar er einnig notalegt sófahorn með kamínu. Á Planinu er hægt að halda stærri móttökur og viðhafnir. Þar sem Planið stendur í dag var áður líflegt atvinnusvæði síldarsöltunar og dregur byggingin nafn sitt af því.
Planið is the glass building that connects the two houses. It consists of a lobby, kitchen, coffee facilities, a meeting room, and our British phone box. There is also a cosy sofa corner with a fireplace. Larger receptions and ceremonies can be held in Planið.
Ram
næðisrými
Fyrir 1
Í Þingey getur þú komið þér þægilega fyrir í hægindastól og lokað að þér fyrir styttri fjarfundi eða símtöl.
In Þingey, you can sit comfortably in an armchair and get privacy for shorter online meetings or phone calls.
Klemma næðisrými
Fyrir 1
Klemma er ör skrifstofan okkar. Hún rúmar einn einstakling og er sérstaklega útbúin fyrir fjarfundi. Í Klemmu er góður stóll og lítið borð með skjá, lyklaborði og mús.
Klemma office booth can accommodate one person at a time. It is equipped with a good chair and a small desk with a computer screen, keyboard, and a mouse. It suits well for online meetings.
Þingey
næðisrými
Fyrir 1
Ram er samskonar næðisrými og Þingey. Hér er notalegur hægindastóll og lampi og gott að loka að sér fyrir símtöl og styttri fjarfundi.
Ram is the same kind of office booth as Þingey. It is equipped with a comfortable armchair and a lamp.