top of page

Vinsamlegast veldu flipa til að fá upplýsingar um eftirfarandi

Þú ert hér

Nýlegar rannsóknir gefa til kynna að uppsöfnuð orka á Húsavíkur-Flateyar misgenginu samsvari skjálfta um 6.8-7.0 að vægistærð (M). Skjálfti að þessari stærðargráðu er mjög líklegur til að hafa mikil og jafnvel alvarleg áhrif á íbúa svæðisins. Ítarlegar rannsóknir eru því nauðsynlegar á svæðinu til að lágmarka þau áhrif sem skjálftinn gæti haft í för með sér. Í þessari rannsókn var upplýsinga aflað um undirstöður, grunna, og jarðfræði undir elstu og viðkvæmustu húsunum í bænum m.t.t. jarðskjálftahættu. Talsverðar upplýsingar er til um byggingar á Íslandi þ.m.t. aldur og gerð húsa og má meta mótstöðu burðarvirkis gegn jarðskjálftahreyfingum út frá því. Engar upplýsingar eru til um grundun eða undirstöður húsa aftur á móti. Jarðskjálftabylgjur þurfa að fara í gegnum undirstöður til að hafa áhrif á burðarvirki húsa, og því eru undirstöðurnar afar mikilvægar í mati á tjónnæmi og jarðskjálftaáhættu. Elstu húsin á Húsavík standa flest á steinsteyptum undirstöðum, og sum á þunnum malarpúðum eða óskilgreindum undirstöðum. Fáein hús standa á hlöðnum undirstöðum sem hafa afar litla mótstöðu gegn láréttum jarðskjálftahreyfingum.

Screenshot 2024-06-28 092442.png

1. mynd, Flokkkun húsa á Húsavík eftir bygginarefni.

Byggingarefni á Húsavík hafa í gegnum árin verið mjög mismunandi. Steinsteypa (60.3%) og timbur (15.8%) eru langalgengustu byggingarefni á Húsavík með yfir 75% af byggingum eru byggðar ýmist úr steinsteypu eða timbri. Byggingarefnis staðlar voru takmarkaðir á byggingartíma eldri húsana. Þeim hefur þó farið batnandi með árunum og nútíma byggingar hafa gert byggingar mjög jarðskjálfta þolnar. Hver einasta bygging er hönnuð til þess að halda eiginþyngd, þær geta því hins vegar höndlað samþjöppun vel. Annars vegar þola mörg byggingarefni tog- eða skerálag vel, sem verður oft við jarðskjálfta. Viður er mjög sveigjanlegur og brotnar ekki auðveldlega, steypa er það ekki. Steypa er mjög stökk svo járnbinding er nauðsynleg til þess að leyfa meiri tilfærslu sem gæti orðið við t.d. Jarðskjálfta. Í elstu steynsteiptu byggingunum er t.d. Enginn járnabinding. Flokkun bygginga eftir efni er hægt að sjá af hvaða einustu byggingu er hægt að sjá hér að ofan á mynd 1. Þessi kafli lýsir eingöngu byggingarefni sjónræni hluti hússins, ekki grunnurinn undir sem getur verið mjög mismunandi frá restinni af húsinu.

Screenshot 2024-06-28 092429.png

2. mynd, Flokkun húsa á Húsavík eftir aldri.

Byggingar á Húsavík hafa verið skipt upp í 4 flokka sem skiptist upp eftir hvenær þær voru byggðar. Þær flokkast m.t.t. Byggingarreglugerðar sem tekur tillit til jarðskjálftastaðla á þeim tíma. Hönnun m.t.t. Jarðskjálfta var lítilsháttar og takmarkað fyrir árið 1976. Elsti flokkur bygginga voru byggð milli 1883-1944. Þær eru merktar rauðar. Á mynd 2. Annar flokkur eru byggingar byggðar milli 1945-1975, þær eru merktar gular. Hús byggð eftir 1976 eru byggð m.t.t. Íslenska jarðskjálfta byggingarstaðla. Þriðji flokkurinn eru byggingar byggðar milli 1976-2001 og að lokum fjórði og seinasta flokkurinn eru byggingar byggðar milli 2002-2012 þegar nútíma staðallinn, Eurocode 8 varð staðall íslenskra bygginga m.t.t. Jarðskjálftahönnunar. Húsavíkurbær getur ekki talist tiltölulega gamall. Elsta standbyggingin á Húsavík var reist árið 1883. Elsta standbyggingin á Húsavík var byggður árið 1883, 11 árum eftir seinasta stóra jarðskjálftann á svæðinu. Því hafa allar byggingar Húsavíkur aldrei orðið fyrir sterkum jarðskjálfta. Um 11% allra bygginga á Húsavík voru byggð á árunum 1883-1944 og 49% allra bygginga á Húsavík voru byggð á árunum 1945 til 1975. Það gerir 60% allra bygginga sem standa innan Húsavíkurbæjar voru ekki byggðar m.t.t. Jarðskjálfta staðla fyrir byggingar.

Screenshot 2024-07-18 144718.png

3. mynd. 3D kort af höfninni, rammaáætlun.

Hafnarsvæðið á Húsavík er nánast í heild sinni manngert. Svæðinu hefur verið jafnað út og malbikað svo erfitt er að lýsa jarðfræðinni og landfræðinni af svæðinu. Höfnin er lægsti partur Húsavíkur (eðlilega) svo mikið vatn, bæði grunnvatn og snjóleysingar renna til sjávar, vegna halla á höfninni. Manngerðu landfyllingarnar eru viðkvæmar fyrir hreyfingunni á vatninu. Dæmi eru að stórar holur hafa fundist undir malbikinu. Ein þessara hola var fundinn undir húsi Þekkingarnetsins og Hvalasafnsins, þegar viðhald fór fram á húsinu 2018. Fleiri svona dæmi eru til á hafnarsvæðinu, líklegast vegna flæði vatns til sjávar. Mörg gömul hús eru staðsett á hafnarsvæðinu, upplýsingar um undirstöður og fyllingar á þessum húsum er takmarkandi.

hvalasafn_langaneshusid.jpg

4. mynd, Ljósmynd af framkvæmdunum 2018.

Undir húsi þekkingarnetsins eru litlar sem engar undirstöður og húsið er ílla sprungið á mörgum stöðum.

Screenshot 2024-07-18 155216.png

5. mynd, Ásynd af þekkingarnetinu og hvalasafninu frá hlið.

bottom of page